Fræðslufundur um WorldFeng í kvöld
Í kvöld mun fræðslunefnd hestamannafélagsins Léttfeta standa fyrir fræðslu og kynningu um veraldarvefinn WorldFeng í Tjarnabæ. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta sér „heimaréttina“ til skráningar á hrossum ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum.
Allir eru velkomnir á fræðslufundinn sem hefst klukkan 20:00, ekkert kostar inn en hægt er að fá sér nýbakaðar vöfflur og rjúkandi kaffi gegn vægu gjaldi.