Gestir fóru með ljós í sinni út í skammdegisnóttina
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
20.12.2025
kl. 12.40
Ungir og efnilegir söngvarar úr Varmahlíðarskóla sem eru í söngnámi hjá Helgu Rós Indriðadóttur, skyggja hér á kórfélaga. Frá vinstri: Karlotta Sigríður bak við stoð, þá Rebekka Ósk, Heiðdís Rós, Snæbjört Ýr, Marta Fanney og Birta Lind. Það hefur augljóslega alveg gleymst að gera ráð fyrir ljósmyndurum þegar kirkjan var byggð fyrir um 270 árum... MYND FRÁ SIGGU GARÐARS
Í gærkvöldi fóru fram jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Hóladómkirkju. Á dagskrá voru gömul og góð jólalög í bland við nýrri, m.a. var nýtt jólalag frumflutt sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli hans, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir okkar ástæla skáld, Sigurð Hansen, í Kringlumýri Skagafirði.
