Háskólinn á Hólum með sumarnám í viðburðastjórnun og ferðamálafræði

Sumarið 2020 býður Ferðamáladeild Háskólans á Hólum upp á sumarnám í völdum námsgreinum á sviði viðburðastjórnunar og ferðamálafræði. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld svo áhugasamir ættu að drífa sig í að skrá sig. Öll námskeiðin eru kennd í fjarnámi en staðbundnar lotur geta verið hluti námsins.

Kennsla hefst 8. júní og lýkur 31. júlí og eru námskeiðin á grunnstigi háskólanáms (diplóma og BA). Hvert námskeið er 6 ECTS einingar. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu skólans, Hólar.is.

 

Enn er hægt að skrá sig í sumarnám í ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Umsóknarfrestur er til 28. maí. Hægt er að sækja um fjarnám á öllum námslínum við Ferðamáladeild veturinn 2020-21 til 15. júní nk.

Posted by Háskólinn á Hólum on Miðvikudagur, 27. maí 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir