Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

Kort/Veðurstofa Íslands
Kort/Veðurstofa Íslands

Eins og flest allir hafa tekið eftir þá var jarðskjálfti í nótt. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Kl. 00:55 varð jarðskjálfti að stærð 4,3 um 20 km NNV af Siglufirði. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi en Veðurstofunni hafa borist yfir 100 tilkynningar vegna hans. Skjálftinn fannst allt frá Hvammstanga í vestri að Húsavík í austri. Búast má við því að eftirskjálftar muni koma í kjölfarið. Að svo stöddu hafa nokkrir eftirskjálftar mælst, sá stærsti 2,7 að stærð. Upptök skjálftanna virðast vera á um 8-10 km dýpi.

Skjálftinn varð vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Staðsetning skjálftans er þar sem suðurendi Eyjafjarðaráls og vesturhluti Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins mætast.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir