JólaFeykir kominn í dreifingu
Það er ekki laust við að við séum pínu montin af nýjum JólaFeyki sem fór í dreifingu í dag til áskrifenda blaðsins og er þegar aðgengilegur rafrænum áskrifendum. Að þessu sinni er JólaFeykir 44 blaðsíður, stútfullur af fjölbreyttu efni, litríkur, myndrænn og kemur lesendum vonandi í jólaskap.
Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Róbert Daníel um gönguferð í grunnbúðir Everest og þá er spjallað við fjórar ungar Tindastólsmæður sem eignuðust börn á árinu, Ingvi Hrannar Ómarsson segir frá lífinu í Kaliforníu, Erla Steinunn Árnadóttir segir okkur frá AirFryer bókum sínum, Saumó par exelans sýnir sparihliðarnar í kökuþættinum, Magnús Pétursson í Lauftúni segir frá Lilju Sigurðardóttur í Ásgarði og Hrund Jóhanns fer yfir Bókhaldið. Þá eru fastir liðir eins og svör ungu jólaspekinganna og þá fara nokkrir útvaldir einstaklingar yfir jólin sín svo eitthvað – eða mestallt – sé nefnt.
Já og Jólamyndagátan hans Palla er á sínum stað og þá mega jólin koma fyrir mér...
P.S. Fyrir áhugasama þá er bent á að þemalitir JólaFeykis eru dökkrauður og silfurtónar.
