Krabbameinsfélagi Skagafjarðar afhentur fjárstyrkur
Lionsklúbburinn Björk afhenti Krabbameinsfélagi Skagafjarðar á dögunum afraksturinn af pokasölu klúbbsins þetta árið.
Fulltrúum frá Krabbameinsfélaginu var boðið á októberfund klúbbsins sem var með bleikt þema til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini. Svava Svavarsdóttir formaður afhenti þeim Maríu Reykdal og Guðmundi Gunnarssyni styrkinn.
