Krásir - námskeið haldið á Hólum

Mynd: Hólar.is

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa héldu námskeið á Hólum dagana 8. og 9. júní sem kallaðist Krásir. Námskeiðið er liður í þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðar. Þátttakendur koma alls staðar að af landinu og eiga það sammerkt að vinna með mat. Hráefnin eru fjölbreytt, komin úr sjó eða af landi. 

 

 

 

 

 

Laufey Haraldsdóttir lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur sérhæft sig í mat og ferðaþjónustu og kenndi hún á námskeiðinu ásamt kennurum frá Matís, Listaháskóla Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

/Hólar.is

Fleiri fréttir