Listafólk á Norðurlandi vestra athugið!

"Fegrunarmörk" er listasýning sem ætlar að fagna hugmyndina um fegurð í öllum fjölbreytileika sínum. Við vonumst til að ögra hefðbundnum gildum um fegurð og skoða sérstaklega þau einkenni einstaklinga og listaverka sem gerir þau aðdáunarverð. Við vonumst til að sýna fjölbreytt verk frá listafólki í héraði, með þeirra eigin túlkunum á mannlegri fegurð. Málverk, ljósmyndir, blönduð tækni, þrívíð verk (skúlptúrar) og/eða innsetningar. Sýningin býður áhorfandanum að velta fyrir sér samfélagslega viðurkenndum gildum og umfaðma fegurðina sem býr í ófullkomleikanum.

Sýningin mun standa yfir í eina viku í mars 2024 í Hillebrandtshúsi á Blönduósi. Listafólki er frjálst að selja verk sín á sýningunni en þarf sjálft að hafa umsjón með allri umsýslu sem því kann að fylgja. Öllum íbúum á norðvesturlandi, sem og þeim sem hafa tengingu við svæðið er velkomið að taka þátt. Ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Morgan Bresko (breskom@gmail.com) eða Inese Elferte (ielferte69@gmail.com).

Af gefnu tilefni skal tekið fram að tölvupóstar á íslensku eru velkomnir!

Vinsamlegast fyllið út meðfylgjandi skráningarform á íslensku eða ensku, til að skrá verkið þitt til skoðunarfyrir sýninguna “Fegrunarmörk”. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir