Morgunmatur 10. bekkjar

Glaðbeittir krakkar að fagna starfsmanni skólans. Mynd: Facebooksíða Árskóla
Glaðbeittir krakkar að fagna starfsmanni skólans. Mynd: Facebooksíða Árskóla

Nú líður að skólalokum þessa einkennilega skólaárs. Á facebooksíðu Árskóla Sauðárkróki kom fram að í morgun mættu 10. bekkingar eldsnemma og snæddu morgunmat í skólanum með foreldrum sínum. Að honum loknum tóku þau höfðinglega á móti starfsfólki skólans er það mætti til vinnu, með lófaklappi, rauðum dregli, söng, og blómum, svo vel að fagnaðarlætin heyrðust víða um bæinn.

Feykir óskar þessum ungu krökkum góðs gengis og velfarnaðar í því sem þau munu taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir