Síðustu forvöð að sjá Rúa og Stúa
Nemendur Húnavallaskóla hafa verið mjög dugleg að sækja barnasýningar Leikfélags Sauðárkróks undanfarin haust. Í gær var sett upp sérstök aukasýning á Rúa og Stúa fyrir Húnavallaskóla, enda lítið pláss fyrir aðra í Bifröst því hópurinn að vestan taldi 75 manns og skemmti sér hið besta.
Nú eru einungis 4 sýningar eftir og þar af er uppselt á fyrri sýninguna á laugardaginn. Það er því er um að gera að festa sér miða strax á lokasýningarnar í síma 849-9434, en síðasta sýningin er kl. 14:00 á næsta sunnudag.