Sigrar og töp syðra í körfunni
Unglingaflokkur Tindastóls í körfubolta tapaði fyrir Grindvíkingum á útivelli eftir framlengingu í leik þeirra um helgina. 8. flokkur drengja náði ágætum árangri í B-riðli en þeir kepptu um helgina í Keflavík á meðan unglingaflokkur karla tapaði báðum sínum leikjum.
8. flokkurinn sigraði Keflavík og Njarðvík en tapaði fyrir Fjölni og Breiðablik og unglingaflokkurinn tapaði fyrir Keflavík á laugardag 48-65 og fyrir Grindavík á sunnudag 71-68 eftir framlengingu, þar sem Sigmar Logi varð stigahæstur með 16 stig
/Tindastóll.is