Sjálfbært samfélag í Fljótum ?

Frá Haganesvík

Trausti Sveinsson, Bjarnagili í Fljótum, hefur sent erindi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem hann fer þess á leit við Sveitarstjórn að hún haft forgöngu um að hrinda í framkvæmd verkefni um sjálfbært samfélag í Fljótum.

 

Telur Trausti í erindi sínu að slíkt verkefni geti fallið undir Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum. Byggðaráð sem tók eridið Trausta fyrir hefur samþykkt að vísa  erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

Fleiri fréttir