Skipt um peru með dróna – Myndband
feykir.is
Skagafjörður
23.11.2016
kl. 09.43
Lionsklúbbur Sauðárkróks stendur fyrir sinni árlegu perusölu um næstu helgi í anddyri Skagfirðingabúðar þar sem ýmsar gerðir af perum verða boðnar falar. Verkefnið er göfugt þar sem allur ágóði rennur til góðgerðarmála í heimabyggð.
Á Youtube er myndband sem sýnir tilraunir drónaeiganda nokkurs til að skipta um peru með tæki sínu. Sjón er sögu ríkari.
