Stefnt að stækkun verknámshúss FNV

Mynd: Verkfræðistofan STOÐ á Sauðárkróki
Mynd: Verkfræðistofan STOÐ á Sauðárkróki

Áform um fyrirhugaða stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa nú verið kynnt sveitarfélögunum á svæðinu. Samkvæmt teikningum sem lagðar hafa verið fram er um að ræða 1200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna. 

Fyrr í mánuðinum sendi skólanefnd FNV Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra erindi þar sem farið var yfir brýna þörf á viðbyggingu við verknámshús skólans. 

Á fundi sínum tók stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vel í fyrirhugaða stækkun en sveitarfélögin, sem greiða 40% af kostnaðinum en ríkið 60%, hafa verið beðin um að taka afstöðu til stækkunarinnar. Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir 55% þess kostnaðar sem kemur í hlut sveitarfélaganna.

„Það er mikilvægt fyrir svæðið að Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fái að eflast enn frekar og ítrekar byggðarráð vilja sinn að verkefninu verði flýtt sem kostur er,“ segir í bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá í gær. 

Heimildir: N4 og Húni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir