Stórleikur framundan hjá Stólastúlkum gegn liði Þórs/KA

Rangstæða!? Bryndís, Mur og Guðrún Jenný ekki sáttar við flaggið í fyrra. Vonandi verður gaman á vellinum annað kvöld. MYND: ÓAB
Rangstæða!? Bryndís, Mur og Guðrún Jenný ekki sáttar við flaggið í fyrra. Vonandi verður gaman á vellinum annað kvöld. MYND: ÓAB

Kvennalið Tindastóls er komið á fullt í undirbúningi fyrir keppni í 1. deild kvenna sem ber nú nafnið Lengjudeildin. Stelpurnar léku annan æfingaleik sinn á skömmum tíma í gær og var andstæðingurinn lið Hamranna sem leikur í 2. deildinni í sumar.  Annað kvöld, fimmtudaginn 4. júní kl. 19:00, verður síðan fjör á gervigrasinu á Króknum þegar stelpurnar fá Pepsi Max-deldar lið Þórs/KA í heimsókn.

Niðurstaðan í gær var skagfirskur sigur því lið Tindastóls sigraði Hamrana 0-3 á Akureyri. Murielle Tiernan gerði tvö mörk og Hallgerður Kristjánsdóttir gerði sitt fyrsta mark í Tindastólstreyjunni. Allar 19 stúlkurnar í Tindastólshópnum fengu að tuddast í 30 mínútur eða meira sem er sannarlega jákvætt.

Mætum svo á völlinn og njótum þess að vera búin að fá fótboltann aftur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir