Sveit GSS sigraði 3. deildina eftir æsilega keppni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
19.08.2025
kl. 13.42

Sveit GSS. Hákon Ingi, Hlynur Freyr, Jóhann, Atli Rafn, Ingvi Þór ásamt liðsstjóranum Andra Þór Árnasyni. Á myndina vantar Tómas. MYND: HJALTI ÁRNA
Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.