Tekið til á Nöfunum
Vaskir drengir úr Siglingaklúbbnum Drangey á Sauðárkróki tóku sér verkfæri í hönd fyrr í vikunni og jöfnuðu við jörðu kofa sem hýst hefur bæði kindur og hross í gegnum tíðina á Nöfunum. Er þetta liður Sveitarfélagsins til að fegra umhverfi Nafanna fyrir Unglingalandsmót.
Sveitarfélagið hefur á undanförnum árum keypt upp landskika á Nöfunum sem þeir þurfa á að halda undir hina ýmsu starfsemi s.s. íþróttir, tjaldstæði og stækkun kirkjugarðs og fá þá gamlir og lúnir kofar að lúta í gras fyrir niðurrifsmönnum sem í fjáröflunarskini taka að sér verkið.