Um 20 milljónir til hinna ýmsu verkefna í ár

Frá afhendingu styrkja Mennigarsjóðs KS sl. föstudag. Myndir: PF.
Frá afhendingu styrkja Mennigarsjóðs KS sl. föstudag. Myndir: PF.

Úthlutun úr Menningarsjóði KS fór fram í Kjarnanum á Sauðárkróki föstudaginn 20. desember sl. og veitt til hinna ýmsu verkefna, flest skagfirskum en húnvetnsk voru einnig þar á meðal. „Ég vil þakka ykkur fyrir að líta til vesturs,“ sagði Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi í þakkarávarpi sínu. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og er heildarupphæð styrkja nú um 20 milljónir.

Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur og kom hann í hlut Kristu Sólar Nielsen, ungri knattspyrnukonu hjá Tindastóli.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrki að þessu sinni:

01. Hestamannafélagið Skagfirðingur    
02.  Gísli Þór Ólafsson
03.  Stúdíó Benmen
04. Íbúa- og átthagafélag Fljóta

05. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls
06.  Hólaneskirkja
07.  Sóknarnefnd Blönduóskirkju
08.  Pilsaþytur í Skagafirði

09. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum
10.  Rökkurkórinn
11.  Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði
12.  Kvennakórinn Sóldís

13. Skagfirski kammerkórinn
14. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
15. Búminjasafnið í Lindabæ
16.  Prestaköllin í Skagafirði

17.  Ólafur Egilsson
18.  Heimilisiðnaðarsafnið
19. Jón Ormar Ormsson
20.  Árni Gunnarsson

21.  Guðbrandsstofnun
22.  Skotta kvikmyndafjelag
23.  Jóhanna H. Friðriksdóttir
24. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju

25.  Karlakórinn Heimir
26.  Sýndarveruleiki ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir