Skagafjörður

Töltmeistarinn Jói Skúla gjaldgengur í danska landsliðið

Eiðfaxi sagði frá því á dögunum að Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason, sem búið hefur í Danmörku í áratugi, sé nú orðinn gjaldgengur í danska landsliðið og stefnir á þátttöku fyrir hönd Dana á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Birmens Torf í Sviss snemma í ágúst á þessu ári. Jóhann telst vera einn sigursælasti knapi samtímans og hefur m.a. sjö sinnum orðið heimsmeistari í tölti á fimm mismunandi hestum.
Meira

Fiskeldisstöð Háskólans á Hólum til sölu

Í byrjun vikunnar auglýsti Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir húsnæði Háskólans á Hólum, sem skólin nýtti undir rannsóknarvinnu í fiskeldi, til sölu. Um er að ræða fiskeldisstöðina sem FISK Seafood gaf skólanum árið 2022 en áður var Hólalax með starfsemi í húsunum. Í frétt í Viðskiptablaðinu segir að fasteignamat lóðarinnar nemi 120 milljónum króna en brunabótamat nemur 554,5 milljónum.
Meira

Bíósýningar vikunnar í Króksbíói

Það geta ekki öll bæjarfélög státað sig af því að boðið sé upp á bíósýningar nokkrum sinnum í viku en það er hinsvegar reyndin á Króknum. Alla jafna birtast bíóauglýsingarnar í Sjónhorni vikunnar sem kemur út alla miðvikudaga. En því miður uðru þau leiðu mistök þessa vikuna að auglýsingin fyrir bíóið birtist ekki í prentútgáfu Sjónhornsins en er í rafræna eintakinu.
Meira

Kjarasamningar kennara undirritaðir

Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara laust fyrir miðnættið í gærkvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu síðastliðinn föstudag.
Meira

Tinna tilnefnd til Eddunnar

Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar og er Skagfirðingurinn Tinna Ingimarsdóttir frá Ytra- Skörðugili tilnefnd í flokknum Gervi ársins í kvikmyndinni Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur.
Meira

Krækjurnar eru bestar :)

Helgina 14. og 15. febrúar fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, og er þá spilað bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Krækjurnar á Króknum létu sig ekki vanta á þetta frábæra mót og skráði tvö lið til leiks. Bæði liðin spiluðu fimm leiki hvor, A-liðið í 1. deild og B-liðið í 5. deild, og fóru leikar þannig að Krækjur A sigruðu sinn riðil og enduðu því í 1. sæti á mótinu.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi vestra kynnir niðurstöður úr könnun

Á heimasíðu Lögreglunnar voru nýlega birtar niðurstöður könnunar um reynslu almennings af afbrotum og viðhorf til lögreglu, sem framkvæmd var síðasta sumar. Úrtakið var 4482 einstaklingar sem voru af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Má þar lesa að rúmlega 90% íbúa á Norðurlandi vestra telja lögreglu sinna mjög góðu eða frekar góðu starfi og er sýnileiki lögreglu með ágætum segja um 87% íbúa, þ.e. að þeir sjá lögreglu vikulega eða oftar í sínu hverfi eða byggðalagi samanborið við 44% allra landsmanna.
Meira

Skagfirska mótaröðin- Fimmgangur og Slaktaumatölt

Annað mót í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 1. mars næst komandi kl. 10:00. Skráningu fyrir mótið líkur 23:59 miðvikudaginn 26. febrúar. Keppt verður í Fimmgangi og Slaktaumatölti.
Meira

Söngurinn lengir lífið!

Kórastarf er nú í fullum gangi á Norðurlandi vestra og hver kórinn af öðrum hótar nú tónleikahaldi eftir stífar æfingar vetrarins. Kvennakórinn Sóldís tróð upp fyrir stútfullu Menningarhúsi í Miðgarði á konudaginn og flutti fjölbreytta dagskrá undir gestastjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar sem alla jafna stjórnar Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.
Meira

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu | Hjörtur J. Guðmundsson

Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% sem nær þannig ekki tvöföldun.
Meira