Skagafjörður

Byrjaði aftur á fullu þegar ömmustrákurinn fæddist

Hulda Björg er fædd og uppalin á Króknum og býr í Barmahlíðinni. Hulda og Konni maðurinn hennar eiga fimm börn og eitt barnabarn. Hulda starfar sem starfsmannastjóri hjá FISK Seafood.
Meira

Sjö verðlaun í fimm flokkum

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar sl. fimmtudag, 5. september, í Húsi Frítímans. Það er að vanda Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu viðurkenninganna fyrir Skagafjörð. Var þetta 20. árið sem klúbburinn hefur umsjón með verkefninu og voru að þessu sinni veitt sjö verðlaun í fimm flokkum.
Meira

Á sama tíma að ári

Blaðamaður Feykis á árlega erindi í réttir annars vegar Stafnsrétt sem staðsett er í Svartárdal í Austur Hún. og hins vegar Mælifellsrétt sem stendur á eyrinni við bæinn Hvíteyrar í Lýdó.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í U17 hópnum

Snillingarnir okkar, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir frá Skagaströnd, hafa verið valdar í 20 leikmanna hóp U17 kvenna fyrir undankeppni EM 2025. Þetta er um margt afar merkilegt því þessir kornungu leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru einu stúlkurnar af Norðurlandi sem eru í hópnum. 
Meira

Guðni Þór ráðinn til starfa hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Króksarann Guðna Þór Einarsson í starf á innanlandssviði skrifstofu KSÍ og mun hann hefja störf 1. október næstkomandi. Fram kemur í frétt á vef KSÍ að meginverkefni séu umsjón með félagaskiptum leikmanna, skráning samninga leikmanna og utanumhald með leikmannalistum. Guðni mun einnig sinna ýmsum málum í tengslum við umsýslu móta, auk annarra tilfallandi verkefna.
Meira

Grunur um myglu í Árskóla á Sauðárkróki

Feykir hafði veður af því að mygla hefði nýlega fundist í húsakynnum Árskóla. Fyrirspurn var send á Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra Skagafjarðar, sem svaraði að bragði að við undirbúning framkvæmda við skólann hafi komið í ljós að raki var í útvegg og grunur um myglu.
Meira

Flaggað vegna útfarar Bryndísar Klöru

Ýmsir hafa eflaust velt fyrir sér hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í dag og fékk Feykir ábendingu um að sumir væru áhyggjufullir. Ástæðan fyrir því að flaggað er er sú að í dag er Bryndís Klara Birgisdóttir, stúlkan sem lést eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í Reykjavík, borin til grafar.
Meira

Evrópurútan á ferð um landið

Á vef SSNV segir að í tilefni af því að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.
Meira

Stjarnan hafði betur eftir sterkan endasprett

Áfram er dripplað á Króknum en í gærkvöldi mættust Tindastóll og Stjarnan í æfingaleik í Síkinu. Það voru gestirnir sem höfðu betur í leiknum þó fátt benti til þess fyrir lokafjórðunginn en það er ólíklegt að fjórði leikhluti endi á Greatest Hits DVD disk Stólanna ef hann verður einhverntímann gefinn út. Lokatölur voru 93-102.
Meira

Tökum þátt í þjónustukönnun Byggðastofnunar og höfum áhrif

Ertu stanslaust á ferðinni til að sækja þér nauðsynlega þjónustu? Hvernig er aðgengi og hvert er framboð þjónustu í þínu nærumhverfi? Byggðastofnun hvetur íbúa landsins til að taka þátt í þjónustukönnun þar sem spurt er um þjónustusókn íbúa í landsbyggðunum og viðhorf til breytinga á þjónustu. Þó að sund og baðstöðum fjölgi víðsvegar á landinu þá búa margir íbúar úti á landi við þær aðstæður að þurfa að ferðast um langan veg til að komast til læknis, fara á pósthús eða með bílinn í bifreiðaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Er einhver þjónusta sem íbúar óttast að missa úr sinni heimabyggð?
Meira