Skagafjörður

Þrettándinn er í dag :: Ráðlagt að hlusta ekki á tal kúa

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla. Í bók Árna Björnssonar Saga daganna, kemur fram að dagurinn var áður talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. „En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana.
Meira

Kjúklingur með bláberjasósu og þristarúlluterta | Feykir mælir með....

Að þessu sinni ætlar Feykir að mæla með kjúklingi í potti með bláberjabombu og þristarúllutertu. Þessar uppskriftir og myndir koma frá matarbloggsíðunni www.hanna.is.
Meira

Rjómi heldur að hann ráði öllu | Ég og gæludýrið mitt

Rjómi er nú ekki algengt nafn á dýri en það er einn kisi í Iðutúninu á Króknum sem ber þetta nafn enda liturinn á kettinum eins og á rjóma. Birta Karen, tíu ára snót, er eigandi Rjóma en hún er dóttir Brynju Vilhjálmsdóttur og Péturs Arnar Jóhannssonar. Rjómi er fimm ára og er blanda af norskum skógarketti en þeir eru með mikinn feld og síðan og þurfa þar af leiðandi mikla feldhirðu.
Meira

Gillon með ný lög á nýju ári

Út er komin rafræna smáskífan Rauða hjartað með Gillon. Hún inniheldur aukalagið Gyðjan brosir (2025) og er það endurgerð af áðurútgefnu lagi með Gillon, en ljóðið er eftir Geirlaug Magnússon og fengið úr bókinni N er aðeins bókstafur (2003).
Meira

Kjúklingapottréttur og bananaterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 35 árið 2023 var Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir en hún er fædd og uppalin í Tunguhlíð í Lýtingsstaðahreppi og hefur alltaf átt heima í Skagafirðinum fyrir utan eitt ár er hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Guðbjörg vinnur sem sérkennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og á tvö börn, Hrafnhildi Ósk, fædd 2004, og Sæmund Inga sem er fæddur 2011. „Stundum finnst mér mjög gaman að elda og sæki frekar í eitthvað einfalt og þægilegt en alltaf finnst mér jafn leiðinlegt að ganga frá eftir matinn,“ segir Guðbjörg.
Meira

Kappi sem kann að opna hurðir | Ég og gæludýrið mitt

Kappa þekkja allir krakkar úr teiknimyndaseríunum um Hvolpasveitina frægu en hann Kappi sem Sigurjón Elís Gestsson á er blanda af Border collie og íslenskum fjárhundi. Sigurjón kallar Kappa stundum Kappaksturs Kappa eða Lilli húndúr. Þeir búa á Skagfirðingabrautinni á Króknum ásamt foreldrum Sigurjóns, Ernu Nielsen og Gesti Sigurjóns, og þrem systrum Sigurjóns þeim Eydísi Önnu, Brynju og Freyju. Sigurjón á einnig systur og bróður sem búa í Bandaríkjunum. Feyki langaði aðeins að forvitnast um þá vini Sigurjón og Kappa.
Meira

Styrktaræfing fyrir Öbbu

Á morgun laugardaginn 4. janúar á slaginu kl. 10:00 verður styrktaræfing fyrir Öbbu (Valbjörgu Pálmarsdóttur) í Þreksport á Sauðárkróki.
Meira

Búið að draga í Jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í gærkvöldi fór fram bein útsending frá Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er þeir félagar Drungilas og Hlífar drógu út vinningsnúmerin í Jólahappdrættinu. Alls seldust 649 miðar en aðeins var dregið úr seldum miðum. Meistaraflokkur kvenna á leik í Síkinu á laugardaginn kl. 19:15 við Njarðvík og verður hægt að vitja vinningana í sjoppunni frá kl. 18 þann sama dag og á meðan á leik stendur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá vinningaskrá og vinningsnúmerin og nú er bara spurning hver er á miða nr. 4 því sá aðili vann aðalvinninginn sem var Iphone 16. 
Meira

Lambafillet með stökkri puru og espresso martin | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 46 árið 2023 var engin önnur en Ásbjörg Einarsdóttir sem oftast er kölluð Obba. Eiginmaður hennar er Benedikt Rúnar Egilsson og eiga þau saman þrjú börn, Egil Rúnar, Elsu Rún og Maríu Guðrúnu. Obba á og rekur Wanitu snyrtistofu í Birkihlíðinni á Króknum sem einnig selur fatnað frá M-fitness ásamt ýmsu öðru sniðugu en Benni vann hjá Bílaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. Obba sér um eldamennskuna á heimilinu en þegar grillið er tekið fram sér Benni alfarið um það. 
Meira

Arnar Geir vann Opna jólamót PKS

Opna Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram föstudaginn 27. desember 2024 og tóku 32 keppendur þátt. Keppnisfyrirkomulagið var 501 og var keppt í átta fjögurra manna riðlum og að þeim loknum var farið í útslátt þannig að tveir efstu í öllum riðlum fóru í A útslátt og hinir tveir neðstu í B útslátt (forsetabikar). Mótið gekk ljómandi vel fyrir sig og voru margir hörkuleikir.
Meira