Takið fram hlaupaskóna, Gamlárshlaupið er á morgun!
feykir.is
Skagafjörður
30.12.2024
kl. 12.10
Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar tóku við hlaupakeflinu af Árna Stefánssyni í lok Gamlársdagshlaupsins fyrir ári síðan. Á morgun gamlárdag verður hlaupið sem löngu er komin mikil hefð fyrir á Sauðárkróki, ræst á slaginu 12:30 við Íþróttahúsið á Sauðárkróki nánar tiltekið á bílastæðinu við Árskóla. Happdrættið verður kl. 13:30 svo þá þurfa hlaupagarparnir að vera búnir að skila sér til baka.
Meira