Benni er alltaf spenntur þegar það er stutt í nýtt tímabil
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.09.2024
kl. 09.01
„Já, við erum búin að koma okkur fyrir og erum að elska lífið á Króknum. Við erum einnig búin að vera mikið á ferðinnni að ferja dót og eigum eftir að ná í meira dót – okkur líður rosalega vel hérna,“ segir Benedikt R. Guðmundsson, þjálfari Tindastóls í körfunni, þegar Feykir spurði hann hvort hann væri búinn að koma sér fyrir á Króknum. Nú styttist í alvöruna en fyrsti æfingaleikur haustsins er annað kvöld í Síkinu og því rétt að athuga með þrýstinginn hjá þjálfaranum.
Meira