Skagafjörður

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Sigurður er sérstaklega spenntur fyrir hjólreiðunum enda í hjólreiðaklúbbi sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir rúmum mánuði ásamt 25-30 öðrum.
Meira

Þjóðhátíðardagurinn á Sauðárkróki

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júní. Teymt var undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen.
Meira

Biathlon kynning á Sauðárkróki á morgun

„Hefur þú prófað Biathlon? Biathlon verður á Landsmótinu og okkur langar til þess að bjóða þér á kynningu,“ segir í tilkynningu frá Landsmóti UMFÍ. Kynningin verður sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki þann 19. júní frá 16:00 – 19:00 þar sem allir geta komið og prófað sem vilja.
Meira

Amanda Guðrún og Kristján Benedikt Nýprentsmeistarar

Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli í gær 17. júní í léttri norðanátt og sól. Keppendur voru 38 talsins og komu víða að af Norðurlandi. Nýprentsmeistarar að þessu sinni urðu þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD (77 högg) og Kristján Benedikt Sveinsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum.
Meira

Margir keyrðu of hratt um helgina

Síðastliðna helgi voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en sá sem hraðast ók mældist á 166km hraða. Einnig voru fimm ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot og þ.á.m einn fyrir að valda mikilli hættu í umferðinni með glæfralegum framúrakstri og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Meira

Útséð með hvaða hestar fara á Landsmót hestamanna fyrir Skagfirðing

Úrtaka fyrir Landsmót og félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Margir góðir hestar og knapar sýndu hvað í þeim bjó og uppskáru vel eftir þjálfun vetrarins. Eftirtaldir hestar hafa unnið sér þátttökurétt á Landsmót hestamanna sem fram fer í Reykjavík dagana 1. - 8. júlí.
Meira

Markmenn eiga misjafna daga

Heimsbyggðin fylgdist agndofa með þegar Hannes Þór Halldórsson varði víti frá sjálfum Lionel Messi og átti stórgóðan leik með íslenska landsliðinu gegn Argentínu. Það var unun að horfa á tilþrifin hjá honum í leiknum og vonandi heldur hann áfram að standa sig vel á stóra sviðinu. En markmenn geta átt ansi slæma daga og það er líka skemmtilegt að sjá smá klúður.
Meira

Ný lyfta tekin í notkun í Reiðhöllinni

Undanfarin ár, allt frá árinu 2000, hefur Iðja - dagþjónusta staðið fyrir reiðþjálfun fatlaðs fólks sem farið hefur fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki. Frá upphafi hefur Ingimar Pálsson lagt til hross til þjálfunarinnar og undanfarin ár hefur dóttir hans, Inga Dóra, einnig komið að þjálfuninni sem reiðkennari.
Meira

Gleðilegan 17. júní

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.
Meira

Spekingar spjalla í Moskvu

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum Frónbúa að Ísland og Argentína áttust við á HM í knattspyrnu í Moskvu í dag, en um var að ræða allra fyrsta leik Íslands í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Úrslitin, 1-1, komu skemmtilega á óvart þó margir hafi reyndar verið furðu bjartsýnir fyrir þessa viðureign við eina bestu knattspyrnuþjóð heims sem alið hefur ófáa yfirburðamenn í gegnum árin. Feykir tók smá rúnt um Facebook-lendur að loknum leik og rakst þá á þessa ágætu mynd af þremur snillingnum samankomnum í Moskvu.
Meira