Skagafjörður

Lásu 2500 bækur

Frá 1. mars til 15. maí síðastliðinn stóð yfir lestrarátak á vegum IÐNÚ útgáfu í samstarfi við skólasöfnin í grunnskólum landsins. Viðtökurnar við lestrarátakinu voru afar góðar og skólar um allt land tóku þátt. Með það að markmiði að allir nemendur gætu verið með í lestrarátakinu, óháð því hvar þau væru stödd í lestri, var ákveðið að hafa þema átaksins þrískipt. Þátttakendur gátu valið um að lesa, lita og skapa þar sem leysa þurfti mismunandi verkefni fyrir hvern hluta.
Meira

Skrifað undir samstarfssamning í Skagafirði

Skrifað var undir samstarfssamning milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf um stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarðar kjörtímabilið 2018-2022 í gær í Safnahúsi Skagfirðinga. Svo skemmtilega vill til að undirskriftin bar upp á sama dag og Sveitarfélagið Skagafjörður fagnar 20 ára afmæli. Í sáttmála flokkanna eru margar góðar tillögur sem snýr að breyttum vinnubrögðum sem og að unnið verði áfram að góðum málefnum ekki síst í skólamálum.
Meira

Ofnbakaðar ostastangir, einfalt fiskgratín og æðislegur eftirréttur

Matgæðingaþátturinn sem hér fylgir birtist i 23. tbl. Feykis árið 2013: „Við hjónin, Rakel Runólfsdóttir og Kári Bragason, búum á Hvammstanga þar sem ég hef umsjón með framhaldsdeild FNV og Kári rekur eigið fyrirtæki Tvo smiði ehf. ásamt félaga sínum. Við eigum 4 börn, Karen Ástu 15 ára, Dag Smára 14 ára, Aron Óla 10 ára og Ara Karl 3 ára, segir Rakel sem ásamt eiginmanni sínum er matgæðingur vikunnar hjá Feyki.
Meira

Óbreytt gjald á Landsmót UMFÍ

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið ákveðið að hafa þátttökugjald á Landsmót UMFÍ óbreytt en til stóð að það hækki eftir daginn í dag. Gjaldið verður því aðeins 4.900 krónur og veitir aðgang að mikilli íþrótta- og skemmtidagskrá í fjóra daga.
Meira

HM stemning í Höfðaborg

Nú fer að styttast í Leikinn með stóru elli þar sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur sinn stærsta leik fram til þessa, fyrsta leik sinn á lokamóti HM í knattspyrnu og það á móti Argentínu. Spennan er mikil í Moskvu þar sem leikurinn mun fara fram og stemningin ekki síðri hér uppi á Íslandi og langt norður í land. Víða má búast við því að fólk grúbbi sig saman og horfi á leikinn og heyrst hefur af HM stemningu í Höfðaborg á Hofsósi.
Meira

Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðin 2018 - Nýprent Open

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni verður 17. júní á Sauðárkróki og samkvæmt tilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks hentar mótið mjög vel fyrir byrjendur jafnt og lengra komnum.
Meira

Rjúpu fjölgar á Norðvesturlandi

Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.
Meira

Nýjasta mynd Baltasars sýnd í Króksbíó í kvöld

Króksbíó sýnir í kvöld nýjustu afurð skagfirska kvikmyndabóndans Baltasars Kormáks frá Hofi. Um er að ræða kvikmyndina Adrift sem byggir á sönnum atburðum. Myndin var frumsýnd á dögunum og hefur fengið ágæta dóma og aðsókn en fram kemur í viðtali við leikstjórann í Morgunblaðinu í morgun að konur séu spenntari fyrir myndinni en karlpeningurinn, enda er burðarhlutverk myndarinnar í höndum leikkonunnar Shailene Woodley.
Meira

Lið Hattar hafði betur á Vilhjálmsvelli

Sjöunda umferð 2. deildar karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi og héldu leikmenn Tindastóls af því tilefni austur á Egilsstaði þar sem þeir léku við Hött. Fyrir leik voru bæði lið með þrjú stig en að honum loknum voru það heimamenn í Hetti sem voru komnir með sex stig því þeir sigruðu 3-1.
Meira

Pétur Birgis valinn í æfingahóp Íslands í körfunni

Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta en nú um næstu mánaðamót spilar Ísland síðustu leiki sína í undankeppni HM 2019 og verður leikið í Finnlandi og í Búlgaríu. Fimmtán manna æfingahópur var valinn fyrir skömmu en æfingar og undirbúningur íslenska liðsins hófst nú í vikunni. Einn leikmaður Tindastóls er í 15 manna hópnum en það er Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn geðþekki.
Meira