Morgunkaffi með brottfluttum Skagfirðingum
feykir.is
Skagafjörður
04.05.2018
kl. 11.16
Kaffiklúbburinn Skín við sólu Skagafjörður sem starfræktur er á höfuðborgarsvæðinu verður samkvæmt venju með kaffisamsæti í Ljósheimum í Skagafirði á morgun, laugardegi í Sæluviku. Kaffið hefst klukkan 10 og segist Ásta Hálfdánardóttir, formaður klúbbsins, vonast til þess að heimamenn fjölmenni og eigi góða stund með klúbbfélögum.
Meira
