Pétur Rúnar með á móti Finnum í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.02.2018
kl. 08.55
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, er í liði Íslands sem mætir Finnum í dag í fyrri leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður hann sýndur beint á RÚV2. Á vef KKÍ segir að von sé á góðri stemmningu á leiknum og miklum stuðningi við íslenska liðið sem er eins gott því 50 finnskir áhorfendur eru komnir til landsins til að styðja við bakið á sínu liði í Höllinni.
Meira
