feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.04.2018
kl. 11.45
Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sl. föstudag. Þetta er 21. árið sem keppnin er haldin en hún er samstarfsverkefni FNV, MTR , grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni sem fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni.
Meira