Góður rekstur Byggðastofnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.04.2018
kl. 08.52
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á fundinum hélt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem m.a. kom fram að hann hefði í hyggju að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að meta þörf fyrir endurskoðun laga um Byggðastofnun, sem eru frá árinu 1999. Hann kvaðst telja eðlilegt að lagaumhverfið sé yfirfarið reglulega og tryggt að það styðji á hverjum tíma við hlutverk og gildi stofnunarinnar.
Meira
