Samningur milli Bocus d’or Akademíunnar og Kaupfélags Skagfirðinga undirritaður
feykir.is
Skagafjörður
09.11.2017
kl. 13.29
Samstarfssamningur milli Bocus d‘or Akademíunnar og Kaupfélags Skagfirðinga var nýverið undirritaður og endurnýjaður. Þar með er gerður samningur þess efnis að KS, Kaupfélag Skagfirðinga, ásamt dótturfélaginu Esju gæðafæði, verði einn af aðalstyrktaraðilum akademíunnar næstu tvö árin. „Mikilvægt fyrir okkur að styðja við bakið á íslensku keppendunum og ekki síður frábær leið til að kynna íslenska lambakjötið,” segir Hinrik Ingi Guðbjargarson.
Meira
