Skagafjörður

Námskeið og kynning á vegum SSNV

Þessa dagana stendur SSNV fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðin verða á þremur stöðum á svæðinu og verður það fyrsta haldið í dag á Sauððárkróki. Námskeiðin verða sem hér segir:
Meira

Krækjur unnu alla sína leiki

Um helgina fór fram fyrsta umferðin í deildakeppni Íslandsmótsins í blaki á Siglufirði og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu góða ferð til Siglufjarðar, kepptu í 3. deildinni og unnu alla sína leiki
Meira

Stutt gaman Skagfirðinga í Útsvari

Það hryggir Feyki að þurfa að greina frá því að þátttaka liðs Skagafjarðar í Útsvari Sjónvarpsins reyndist frekar endaslepp þennan veturinn. Andstæðingarnir sem skipuðu lið Vestmannaeyja reyndust þegar upp var staðið hafa fengið fleiri stig í keppni sveitarfélaganna síðatliðið föstudagskvöld og sigruðu raunar af nokkru öryggi. Lokatölur voru 56-28 fyrir Eyjamenn.
Meira

Stólarnir rúlluðu Valsmönnum upp á Hlíðarenda

Tindastóll og Valur áttust við í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld og var leikið á Hlíðarenda. Stólarnir léku vel í kvöld og náðu strax ágætri forystu. Valsmenn reyndu að klóra sig inn í leikinn fyrir hlé en Stólarnir gáfu ekkert eftir og síðan var bara sýning í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Hester voru frábærir í leiknum með alls 66 stig en lokatölur voru 70-104.
Meira

Staða varaslökkviliðsstjóra er laus til umsóknar

Brunavarnir Skagafjarðar hafa auglýst eftir varaslökkviliðsstjóra en starfið er laust frá og með 1. desember 2017. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra og ber hann ábyrgð á faglegri starfsemi Brunavarna Skagafjarðar í samvinnu við yfirmann sinn. Svavar Atli Birgisson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri frá og með 1. desember og tekur við af Vernharð Guðnasyni sem verið hefur í árs leyfi.
Meira

Fræðslufundur Alzheimersamtakanna á Sauðárkróki

Nýlega héldu Alzheimersamtökin opinn fræðslufund á Sauðárkróki. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir er fræðslu- og verkefnastjóri hjá samtökunum en þess má geta að móðir hennar er Sigurlaug Jónsdóttir frá Flugumýri. Hún segir aðsókn á fundinn hafa verið mjög góða en það voru fulltrúar samtakanna hér á svæðinu, þær María Ásgrímsdóttir, félagsliði, og Helga Sigurbjörnsdóttir, aðstandandi einstaklings með heilabilun, sem sáu um undirbúning og skipulag fundarins.
Meira

Kemst Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps áfram í Kórum Íslands í kvöld?

Þá er komið að undanúrslitum hjá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í þætti Stöðvar 2, Kórar Íslands en hann verður í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:10. Þarna munu örlög þeirra kóra, sem komist hafa áfram í keppninni, ráðast en með þinni hjálp gæti það gerst.
Meira

Iðja hæfing fær höfðinglega gjöf frá Lionsklúbbunum í Skagafirði

Í gær, föstudaginn 3. nóvember, var hátíðleg stund í Iðju hæfingu á Sauðárkróki þegar Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði færðu Iðju að gjöf skynörvunarherbergi það sem þeir hafa safnað fyrir undanfarna mánuði. Það var Magnús Svavarsson, fráfarandi formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks, sem afhenti Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra, gjafabréf fyrir herberginu ásamt árituðum skildi sem komið var fyrir við dyr herbergisins. Að því loknu klipptu Bragi Haraldsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson á borða við dyr herbergisins. Lionsklúbbarnir buðu viðstöddum upp á veitingar og öllum viðstöddum gafst kostur á að skoða herbergið og jafnvel að prófa að leggja sig í rúminu sem er sérútbúið til að örva skynfæri eða veita þeim slökun sem þar leggjast.
Meira

Ætla að laga vörumerkið „Knattspyrnudeild Tindastóls“

Knattspyrnudeild Tindastóls vinnur nú að því að breyta allri umgjörð yngriflokkastarfs félagsins og hafa þrír þjálfarar verið ráðnir í fullt starf til að sjá um verkefnið. Markmið deildarinnar er að bæta allt barna- og unglingastarf félagsins félaginu til heilla. Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar, segir að klúbburinn verði að vera sýnilegri og gera þurfi vörumerkið „fótbolti á Króknum“ betra en það hefur verið í augum fólks hingað til.
Meira

Sýningar falla niður á Hróa hetti

Vegna dræmrar aðsóknar á aukasýningar á Hróa hetti, sem farið hefur hamförum á sviði Bifrastar undanfarnar vikur, hefur stjórn Leikfélags Sauðárkróks ákveðið að fella sýningar niður í dag og á morgun. Sunnudagssýningin verður þar með allra síðasta sýningin um þennan fræga útlaga í Skírisskógi.
Meira