Skagafjörður

Allir sáttir eftir kosningar

Efstu menn þeirra flokka sem komu mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi svara spurningu vikunnar í Feyki sem kemur út í dag. Spurningin er: Ertu sátt/ur við niðurstöður kosninganna? Allir eru sáttir þó einhverjir hefðu búist við eða viljað betri niðurstöðu sinna flokka.
Meira

Takk fyrir stuðninginn

Kæru sveitungar. Ég vil þakka kærlega fyrir stuðninginn í Alþingiskosningum sem í hönd fóru laugardaginn 28. október. Þó svo að ég hafi ekki náð markmiði mínu og hlotið endurkjör á þingið er ég hrærð og þakklát fyrir þau 1.169 atkvæði sem greidd voru til okkar. Í störfum mínum á Alþingi hef ég sett á oddinn málefni sem ég tel mjög mikilvægt að allir flokkar á þingi starfi að í sameiningu.
Meira

Skákþing Skagafjarðar 2017

Skákþing Skagafjarðar 2017 hefst miðvikudaginn 8. nóv. næstkomandi kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki. Tefldar verða fimm umferðir eftir Monradkerfi og verða tímamörkin 90 mínútur á hverja skák, auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
Meira

„Því sem ekki er keypt er ekki sóað“

Þann 1. nóvember kl. 20:00 mun Stefán Gíslason flytja erindi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Stefán fjalla um ævisögur varnings á borð við föt og plasthluti og er sjónum beint að því sem einstaklingurinn getur gert til að draga úr sóun, allt frá því að ákvörðun er tekin um innkaup og þangað til varan hefur lokið hlutverki sínu.
Meira

Snilldar ráð til að nota örbylgjuofninn sinn í - myndband

Sá þetta snilldar myndband þar sem sýnd eru nokkur góð ráð til að nota örbylgjuofninn sinn í
Meira

Vélmennadans Gísla Þórs komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson, sem nefnist Vélmennadans. Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp kvikna spurningar um flókið líf tölva og snjallsíma og vélmennið spyr sig: Er ég ekki manneskja? Er ég kannski app?
Meira

Gunnar Bragi þingflokksformaður Miðflokksins

Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins á fyrsta þingflokksfundi flokksins í morgunn. Gunnar var einnig kjörinn sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis aðfararnótt sunnudags þegar fram fóru þingkosningar og Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn.
Meira

Viðaukasamningar við sóknaráætlanir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið með samningunum er að styrkja sóknaráætlanir landshlutanna þriggja með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.
Meira

Þrír nýir fyrir Norðvesturkjördæmi

Nú þegar mesta rykið er setjast eftir kosningar helgarinnar er ljóst að stjórnmálaleiðtogar þeirra átta flokka sem náðu mönnum inn á þing munu heimsækja Bessastaði í dag. Bjarni Benediktsson ríður á vaðið þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk flest atkvæði og svo koma aðrir í þeirri röð sem þingstyrkur segir til um.
Meira

Chilli camenbert dýfa, pestókjúklingaréttur og dísætur kókosbolludesert

„Við kjósum að elda einfalda og fljótlega rétti,“ segja matgæðingar 41. tölublaðs ársins 2015, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kristinn Rúnar Víglundsson í Dæli í Víðidal, Húnaþingi vestra. Þau bjóða lesendum upp á ofnhitaða Chilli camenbert dýfu í forrétt, pestókjúklingarétt í aðalrétt og að lokum dísætan desert.
Meira