Skagafjörður

Jólalag dagsins – Sniglabandið - Jólahjól

Þar sem einungis 6 dagar eru til jóla og Hurðaskellir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Besta jólalag allra tíma að margra mati er hið sígilda Jólahjól með Sniglunum og Stefáni Hilmarssyni sem kom út árið 1987. Á Rúv segir reyndar að afstaða fólks til lagsins sé til jafns dregið fram í listum yfir bestu og verstu jólalögin.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira

Jólalag dagsins – Jólin eru að koma - Í svörtum fötum

Þar sem einungis 7 dagar eru til jóla og Askasleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Jónsi í svörtum fötum söng af mikilli innlifun Jólin eru að koma á smáskífu sem bar sama nafn og kom út árið 2001. Opnið augun því jólin eru að koma, aðeins vika til stefnu.
Meira

Sókn í byggðamálum

Meira

Tíminn sem aldrei týnist

Áskorandi Helga Sigurðardóttir
Meira

Nokkur orð um nærgætni og heilindi Þórarins Tyrfingssonar

Á lífsferli mínum hef ég kynnst mörgum sem hafa verið í meðferð hjá SÁÁ. Sumir þeirra hafa greint mér frá því hvernig fyrrverandi yfirlæknir samtakanna, Þórarinn Tyrfingsson, hefur talað niður til meðferðarþega sinna - þeirra og annarra - með hroka og gikkshætti sem varla getur talist sæmandi manni í þeirri stöðu sem hann gegndi.
Meira

Jólalag dagsins – Kósíheit Par Exelans - Baggalútur

Þar sem einungis 8 dagar eru til jóla og Pottaskefill kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Kósíheit Par Exelans söng Baggalútur við miklar vinsældi fyrir nokkrum árum og hafa þær lítið dvínað. Lagið er, eftir því sem næst verður komist, ættað frá Ástralíu, en kvæðið sömdu þeir Enter og Númi Fannsker í kjölfar velheppnaðs ritlistarnámskeiðs í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Meira

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið frumvarp til fjárlaga

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnunni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana.
Meira

Microbar & Bed skiptir um eigendur

Veitinga- og gististaðurinn Microbar & Bed á Sauðárkróki hefur skipt um eigendur. Það eru þau Sigríður Magnúsdóttir og Árni Birgir Ragnarsson sem ætla að láta gamlan draum rætast og taka að öllum líkindum við rekstrinum í næstu viku. Þá verður nafni staðarins breytt í Grand-Inn Bar and Bed.
Meira

Jólalag dagsins – Það er alveg dagsatt - Dengsi og Hemmi

Þar sem einungis 9 dagar eru til jóla og Þvörusleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Dengsi og Hemmi Gunn sungu um það hvernig jólin voru í gamla daga en var þetta alveg satt? Það er alveg dagsatt; heitir lagið og er bara ágætis innlegg í jólaumræðuna.
Meira