Björg, Heiðdís Lilja og Ingólfur keppa fyrir Skagafjörð í Útsvari í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
03.11.2017
kl. 13.52
Í kvöld ættu Skagfirðingar að sitja límdir við sjónvarpsskái sína þegar lið Skagafjarðar mætir liði Vestmannaeyja í Útsvari á RÚV. Óskað var eftir ábendingum um fulltrúa í lið Skagafjarðar á Facebook síðu sveitarfélagsins í lok sumars og samkvæmt frétt á Skagafjörður.is barst fjöldi ábendinga og var því úr vöndu að ráða varðandi valið. Það eru þau Björg Baldursdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ingólfur Valsson sem skipa lið Skagafjarðar í ár.
Meira
