Skagafjörður

Björg, Heiðdís Lilja og Ingólfur keppa fyrir Skagafjörð í Útsvari í kvöld

Í kvöld ættu Skagfirðingar að sitja límdir við sjónvarpsskái sína þegar lið Skagafjarðar mætir liði Vestmannaeyja í Útsvari á RÚV. Óskað var eftir ábendingum um fulltrúa í lið Skagafjarðar á Facebook síðu sveitarfélagsins í lok sumars og samkvæmt frétt á Skagafjörður.is barst fjöldi ábendinga og var því úr vöndu að ráða varðandi valið. Það eru þau Björg Baldursdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ingólfur Valsson sem skipa lið Skagafjarðar í ár.
Meira

Hálka eða snjóþekja á vegum

Það var ekki laust við að sjónin sem við blasti þegar litið var út í morgun hafi verið nokkuð ókunnugleg enda hvítt orðið yfir öllu í fyrsta skipti á þessu hausti. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að hálkublettir, hálka eða snjóþekja er nú á öllum vegum á Norðurlandi og því er vissara fyrir þá sem þurfa að leggja land undir fót að hafa varann á.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði 3. þáttur

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði og hafa fallið í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum er rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Haukum í hörkuleik

Tindastóll og Haukar mættust í fjörugum og sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld og líkt og vanalega þegar þessi lið mætast þá var leikurinn æsispennandi fram á lokamínútu leiksins þegar molnaði undan sóknarleik gestanna sem settu síðan Sigtrygg Arnar ítrekað á vítalínuna þar sem kappinn feilaði ekki, setti niður sex víti á síðustu mínútunni. Það var síðan Cairdarinn sem innsiglaði sigur Tindastóls með flautuþristi. Lokatölur 91-78.
Meira

Haukar mæta í Síkið í kvöld

Fimmta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld. Tindastólsmenn verða heima í Síkinu og mæta þar sprækum Haukum og hefst leikurinn kl. 19:15 og stuðningsmenn Stólanna eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna. Stólarnir eru efstir í deildinni með jafnmörg stig og KR, Keflavík og ÍR, með sex stig eftir fjóra leiki. Haukar eru síðan í þéttum pakka liða sem unnið hafa tvo leiki og tapað tveimur.
Meira

Síðasti séns að sjá Hróa hött

Þrjár aukasýningar hafa verið settar á hjá Leikfélagi Sauðárkróks á leikritinu um Hróa hött sem sýnt er þessa dagana. Allra síðasta sýning verður nk. sunnudag.
Meira

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira

Bann við dragnót fellt úr gildi í fjörðum norðanlands

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, falla úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Margrét Björk ráðin kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða

Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi við Árskóla, hefur verið ráðin í starf kennslustjóra við Háskólasetur Vestfjarða. Alls sóttu 17 manns um starfið.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Fellsborg á Skagaströnd mánudaginn 13. nóvember klukkan 13:00 til 16:00. Erindi flytja þau Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair, Smári Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Tryggja ehf., Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, svæðisstjóri Expedia í Vestnorden og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira