Skagafjörður

Þríþraut USVH

Í dag klukkan 17:30 stendur Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu fyrir þríþrautarkeppni á Hvammstanga. Boðið verður upp á keppni í flokki einstaklinga, liða og krakka liða (14 ára og yngri). Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Þátttakendur skulu mæta við Íþróttamiðstöðina á Hvammstanga klukkan 17:10 en keppni hefst klukkan 17:30.
Meira

Kenny Hogg og Neil Slooves yfirgefa Tindastól

Það eru sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Sagt var frá því í byrjun vikunnar að Stephen Warmsley, spilandi þjálfari liðsins, Chris Harrington aðstoðarþjálfari og knattspyrnudeild Tindastóls hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þjálfarateymið hætti. Nú hafa tveir leikmenn til viðbótar yfirgefið liðið en þeir Kenny Hogg, markahæsti maður liðsins, og varnarjaxlinn Neil Slooves hafa gengið frá félagaskiptum yfir í lið Njarðvíkur.
Meira

Annasöm vika á hálendisvaktinni

Undanfarin sumur, eða frá árinu 2006, hefur hálendisvakt verið starfandi á fjórum stöðum á hálendi Íslands. Verkefnið er skipulagt af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu en björgunarsveitir landsins sjá um að útvega mannskap og búnað til verksins. Er markmiðið að sinna ákveðnu forvarnarstarfi með því að leiðbeina og upplýsa ferðamenn um aðstæður á hálendinu auk þess að stytta viðbragðstímann ef óhapp eða slys ber að höndum og tryggja þannig betur öryggi ferðamanna. Pistilinn sem hér fer á eftir sendi Hafdís Einarsdóttir okkur en í síðustu viku var einmitt hópur frá Skagfirðingasveit á vaktinni.
Meira

Breyttar reglur um heimagistingu og um fjölda salerna

Á vef Heilbirgðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að þann 21. júní sl. voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og tóku breytingarnar gildi strax við birtingu. Með breytingunum eru meðal annars reglur um heimagistingu rýmkaðar þannig að ekki er lengur gert ráð fyrir reglulegu eftirliti né starfsleyfi Heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Breytingarnar tóku einnig til reglna um fjölda salerna í veitingastöðum og samkomuhúsum þannig að felld voru úr gildi ákvæði í hollustuháttareglugerðinni um fjölda snyrtinga sem voru vægari en kröfur þær sem settar eru fram í byggingarreglugerð sem gerir það að verkum að ákvæði byggingarreglugerðar standa og getur því breytingin kallað á að víða þurfi að ráðast í breytingar á aðstöðu strax.
Meira

Rýmisgreind

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað maður hefur stóran afturenda. Að minnsta kosti hefur hann ekki verið alveg með þá hluti á hreinu, bílstjórinn sem lagði húsbílnum sínum við Lyfju á Sauðárkróki í dag og tók í það bæði bílastæðið og aðra akreinina. Ekki alveg til fyrirmyndar, - eða hvað?
Meira

Dagskráin á Fákaflugi

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær verður Fákaflug á Hólum í Hjaltadal um helgina. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Meira

Margt bera að varast í hitanum

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem hún vill vekja athygli hundaeigenda á að varast ber að skilja hunda eftir í bílum í miklum hita.
Meira

Nýtt Íslandsmet hjá skagfirskum sundkappa

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sundkona setti í morgun nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Synti hún vegalengdina á 28,53 sekúndum og varð í 26. sæti í undanrásum. Þar með bætti hún Íslandsmet Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem var 28,61 sekúnda. Ingibjörg komst þó ekki áfram í undanúrslit en til þess þurfti að synda á 28,22 sekúndum.
Meira

Starfsmanni sundlaugarinnar Sauðárkróki vikið úr starfi

Starfsmanni við sundlaugina á Sauðárkróki hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa tekið myndir af gestum í kvennaklefa sundlaugarinnar. Þetta staðfestir Þorvaldur Gröndal, umsjónarmaður íþróttamannvirkja í Skagafirði, í samtali við Feyki í dag.
Meira

Vilja semja um kaup á bráðabirgðahúsnæði

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. júlí sl. var fjallað um bráðabirgðahúsnæði til að varðveita muni Byggðasafns Skagfirðinga. Auglýst var eftir húsnæði í apríl og bárust þrjú svör. Eftir skoðun á þeim kostum þykir nefndinni ljóst að enginn þeirra henti þörfum safnsins án verulegs tilkostnaðar og mælir því ekki með neinum þeirra. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim sem svöruðu auglýsingunni og veittu aðstoð við skoðun á húsnæði sínu.
Meira