Skagafjörður

Fákaflug á Hólum um helgina

Um næstu helgi, dagana 28. - 30. júlí, verður hestamótið Fákaflug haldið á Hólum í Hjaltadal. Það er Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið í samstarfi við hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.
Meira

Hótel Tindastóll fær viðurkenningu hjá Vakanum

Hótel Tindastóll á Sauðárkróki hefur nú lokið innleiðingarferli sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum Vakans en Vakinn er verkfæri ferðaþjónustuaðila til að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi, eins og segir á heimasíðu Vakans.
Meira

Stefán Arnar tekur við Stólunum í kjölfar þess að Stephen og Chris kveðja

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls í gærkvöldi var það tilkynnt að Knattspyrnudeild Tindastóls og þjálfarar meistaraflokks karla, þeir Stephen Walmsley og Christofer Harrington, hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir leggi niður störf sem þjálfarar meistaraflokks karla hjá Tindastóli í knattspyrnu.
Meira

Synti yfir Hrútafjörð

Fyrir nálægt 80 árum síðan eða þann 27. ágúst 1937, birtist svohljóðandi frétt í Vísi. „Síðastliðinn þriðjudag syntu yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar Baldur Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjörnsson 20 ára og Hulda Pétursdóttir 16 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengdin er um 1100 metrar og synti Hulda hana á 23 mínútum og var um 6 mínútum á undan hinum. Sjávarhiti var 8 stig. Ekki er kunnugt um að áður hafi verið synt yfir Hrútafjörð."
Meira

Súrt tap í sex stiga leik á Króknum

Stólarnir máttu bíta í það súra epli að fara hallloka gegn liði Fjarðabyggðar sem heimsótti Krókinn á heitasta degi sumarsins. Stólarnir voru klárlega sterkara liðið í leiknum, enda einum fleiri í rúman klukkutíma, en það voru gestirnir sem nýttu færin sín af kostgæfni og uppskáru þrjú stig og settu botnbaráttu 2. deildar í algjört uppnám. Lokatölur 2-3 fyrir Fjarðabyggð.
Meira

Herra Klopp að búa til skemmtilegt lið

Liðið mitt - Kristján Grétar Kristjánsson
Meira

Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur

Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Mismunun á sér mörg andlit, að fara í sund er bara fyrir suma

Aðsent - Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Meira

Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármunir

Á vef Svf. Skagafjarðar er vakin athygli á því að sækja þarf um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Þar er m.a. um að ræða hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Meira

Ekkert mál að fá selfí með Guðna

Stelpurnar okkar stóðu sig afar vel á móti Frökkum á EM í fótbolta í Hollandi sl. þriðjudag þrátt fyrir tap. Eins og kunnugt er lék ítalski dómarinn stórt hlutverk með úrslit leiksins þegar hún dæmdi víti sem Frakkar skoruðu úr og hirtu þar með öll stigin. Íslensku stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum úr stúkunni en þar á meðal voru Skagfirðingar sem létu vel í sér heyra.
Meira