Skagafjörður

Helgargóðgætið - Bláberjaostakaka

Þá er enn ein helgin komin.... veðurspáin er ekkert sérlega góð og því tilvalið að skella í eina ostaköku
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Stefnumótun fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

Framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins hefur sett af stað vinnuhóp við að móta tillögur til stefnumótunar í ferðaþjónustu. Hópurinn er tilkominn vegna ályktunar á vorfundi miðstjórnar flokksins. Hópinn skipa fulltrúar og ferðaþjónustuaðilar með víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu vítt og breitt um landið. Tilgangur hans er að móta tillögur sem miða að því að bæta framleiðni í greininni, tryggja sjálfbærni, auka skilvirkni, nýsköpun og þjálfun.
Meira

Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.
Meira

Fjölskyldufjör í Fljótunum

Á Sólgörðum í Fljótum er oftast líf og fjör en þessa dagana er þó óvenju glatt á hjalla. Þar er nú risinn foráta hoppkastali sem hægt verður að hoppa í fram á laugardagseftirmiðdag.
Meira

Bríet Lilja í Skallagrím

Króksarinn, Bríet Lilja Sigurðardóttir, hefur skrifað undir samning um að leika með Skallagrím næsta vetur í Dominosdeild kvenna. Bríet Lilja er 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið bæði með meistaraflokk hjá Tindastól á Sauðárkróki (2013-2014 og 2014-2015) og Þór Akureyri (2015-2016). Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands (U15, U16 og U18) en síðasta vetur bjó hún á Sauðárkróki og lék með unglingaflokki Tindastóls.
Meira

Skipuleggja göngur í nágrenni við þig

Ferðafélag Íslands (FÍ) og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi lýðheilsugöngur FÍ sem verða á öllu landinu nú í september. Göngurnar eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Göngurnar verða í nærumhverfi hvers bæjarfélags og verða fjölskylduvænar og taka u.þ.b. 60-90 mín.
Meira

Skagafjörður skartaði sínu fegursta er Bauluhellir var heimsóttur - Myndir

Fjallið Tindastóll í Skagafirði hefur margar sögur að geyma og ýmsar kunnar. Ein er sú að hellir einn, Bauluhellir, hafi náð í gegnum fjallið og verið manngengur. Annar munninn er inn af Baulubás sem er austan í fjallinu norðanverðu, rétt utan Glerhallavíkur við Reyki á Reykjaströnd en hinn við Atlastaði í Laxárdal. Nafnið dregur hellirinn af því að sækýr trítlaði í gegn og sást við Atlastaði sem er gamalt eyðibýli milli Hvamms og Skíðastaða.
Meira

Þórarinn og Narri á Heimsmeistaramót hestamanna

Meistaraknapinn Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum eru komnir í landslið hestamanna sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Eindhoven 7. - 14. ágúst. Þetta varð ljóst eftir að þeir félagar enduðu í öðru sæti í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum um helgina.
Meira

Miðaldadagar árið 1317!

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma. Árlega færist líf og fjör á verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.
Meira