Skagafjörður

Kjúklingur í súrsætri tómatsósu og heimalagaður rjómaís

Stella Jórunn A. Levy og Ægir Jóhannesson á Jörfa í Víðidal sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 27. tölublaði ársins 2015. „Við ákváðum að senda ekki inn forrétt einfaldlega vegna þess að við erum ekki mikið forréttafólk. Þess í stað er bara meira lagt í aðalrétt, meðlæti og deserta hér á bæ. Að maður tali nú ekki um stemningu og skemmtanagildi,“ sögðu matgæðingarnir Stella og Ægir..
Meira

Hvaða súkkulaði finnst þér best? Dökkt, ljóst eða hvítt...

Fáðu þér uppáhalds súkkulaðið þitt í dag því það er alþjóðlegi súkkulaðidagurinn í dag.
Meira

Íslensk stelpa fellur í yfirlið í tívolítæki - Myndband

Margir íslendingar eru nú á ferðalagi erlendis eða með plön um slíka ferð í sumar. Ýmis afþreying er í boði á þessum helstu ferðamannastöðum og er vinsælt að skella sér í tivolítæki.
Meira

Gefðu koss í dag!

Það er nefnilega alþjóðlegi kossadagurinn í dag og því tilefni til að gefa, hvort sem það er maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur, koss á kinn.
Meira

Þrír Stólar í æfingahóp landsliðsins

Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Þrír af þeim verða leikmenn Tindastóls næsta tímabil þeir Axel Kárason, Sigtryggur Arnar Björnsson (sem skráður er Skallagrímsmaður) og Pétur Rúnar Birgisson.
Meira

80 ár frá stofnun NLFÍ á Sauðárkróki

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) fagnar 80 ára afmæli sínu í dag en félagið var stofnað á Sauðárkróki 5. júlí árið 1937. Í tilefni tímamótanna bauð stjórn félagsins til veislu á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.
Meira

Axel Kára þjónar kúabændum

Sagt er frá því á vef Landssambands kúabænda að körfuboltakappinn í Tindastól, Axel Kárason, muni leysa sveitunga sinn úr Skagafirði, Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra samtakanna, af í hlutastarfi frá 1. ágúst til 1. janúar 2018. Þar sem Margrét er að fara í fæðingarorlof mun skrifstofa LK verða lokuð frá 1. júlí – 1. ágúst en brýnum erindum skal beint til Arnars Árnasonar, formanns LK yfir þann tíma.
Meira

Völsungar mörðu Stólana í baráttuleik

Tindastólsmenn brunuðu á Húsavík í gær og spiluðu gegn liði Völsungs. Liðin voru á svipuðum slóðum í 2. deildinni fyrir leikinn en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu Stólana 2-1, eftir að Brentton Muhammad markvörður Tindastóls fékk að kíkja á rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik.
Meira

100.000 króna framlag til Grænlands

Vegna söfnunar sem fram hefur farið vegna náttúruhamfara á Grænlandi ákvað Sveitarfélagið Skagafjarðar að leggja söfnuninni lið með 100.000 króna framlagi. Á fundi byggðaráðs var lagður fram svohljóðandi tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
Meira

Er bikínidagur í dag? hvað segir veðrið?

Í dag er alþjóðlegi bikínídagurinn og því um að gera í skella sér út í sólbað hvort sem það er sól eða rigning.......
Meira