Fyrsti sigurinn í 1. deildinni loksins í höfn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.07.2017
kl. 13.10
Kvennalið Tindastóls lék í gærkvöldi við lið ÍR í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þrátt fyrir fína frammistöðu í bikarnum þá hafði stelpunum ekki tekist að ná sigri í 1. deildinni og fyrir leikinn í gær var liðið aðeins með eitt stig að loknum átta leikjum og það kom í síðustu umferð gegn toppliði HK/Víkings. Það var því vel fagnað í leikslok í gærkvöldi þegar fyrsti sigur sumarsins varð staðreynd eftir dramatískan hörkuleik gegn Breiðhyltingum. Lokatölur 3-2.
Meira
