Skagafjörður

Fljótandi frúr á konukvöldi

Það var glatt á hjalla í sundlauginni á Hofsósi á miðvikudagskvöldið þegar 50 konur, víðsvegar að og á öllum aldri, fjölmenntu á konukvöld hjá Infinity Blue. Dagskráin var fjölbreytt og óhætt er að segja að allir ættu að hafa upplifað eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Íbúa-og átthagafélag stofnað í Fljótum -Vettvangur samvinnu um framfaramál

Mánudaginn 25. apríl var Íbúa- og átthagafélag Fljóta stofnað á fundi í Félagsheimilinu Ketilási. Ágætis mæting var á fundinn og mikill hugur í fundarmönnum. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu samfélags, atvinnulífs og fagurs mannlífs í Fljótum í Skagafirði, en starfsemin verður fólgin í að vera vettvangur samvinnu um framfaramál Fljótamanna, sem og að standa fyrir verkefnum og viðburðum sem styðja við jákvæða samfélagsþróun innan sveitarinnar.
Meira

Styttist í lokafrest í lagakeppni Skagfirðingafélagsins

Skagfirðingafélagið í Reykjavík er þessa dagana að leita eftir nýjum dægurlögum sem ætlunin er að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli félagsins í haust. Tekið er við lögum í allskonar ástandi, segir í tilkynningu frá félaginu, og þurfa þau ekki að vera fullunnin. Sérstök fagdómnefnd verður fengin til að velja 10 lög og munu höfundar þeirra fá í kjölfarið styrk frá Skagfirðingafélaginu til þess að fullvinna þau eða 100.000 kr. á hvert lag svo það er til mikils að vinna.
Meira

Þemadagar og opið hús

Þemadagar hafa verið í gangi hjá nemendum Árskóla á Sauðárkróki þessa vikuna sem að þessu sinni eru tileinkaðir heilsu og umhverfi. Ýmislegt hefur verið gert sér til skemmtunar og fróðleiks og meðal annars fóru yngstu nemendurnir í fjöruna og tóku með sér hluti sem fjaran geymir. Veðrið var með albesta móti og stemningin fín hjá hópnum sem kom við hjá Feyki á bakaleiðinni í skólann.
Meira

Pétur fer ekki fet

Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls og Péturs Rúnars Birgissonar að sá síðarnefndi leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að Pétur yfirgæfi herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt.
Meira

Skagfirsku sundmeyjarnar með vorsýningu

Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluviku hefur verið fjölbreytt og margt að sjá og heyra. Í gær bauð sundhópurinn Skagfirsku sundmeyjarnar gestum að koma og eiga notalega stund á sundlaugarbakkanum meðan meyjarnar léku listir sínar í vatninu.
Meira

Krækjur með gull

42. öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Markmið mótanna er einfalt eins og stendur í fyrstu grein reglugerðar þess, „... að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“
Meira

Áfram hlýtt og bjart

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á norðanverðu landinu og hitatölur farið yfir 20°C á mörgum stöðum. Í gær mældist hiti t.d. 22,8°C á tveimur stöðum á norðausturhluta landsins, í Ásbyrgi og í Bjarnarey, sem er litlu minna en hæsti hiti alls síðasta sumars sem var 24,9°C að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is.
Meira

Stefán Vagn verður uppvís af ósannindum og blekkingum

Í viðtali við Stefán Vagn formann byggðaráðs í Feyki um Blöndulínu 3, er haft eftir honum að línan muni "tengjast tengivirki í Varmahlíð sem tengist svo áfram m.a. í jarðstreng út á Sauðárkrók og þar með verður komið mun meira raforkuöryggi á svæðið". Þetta er einfaldlega rangt þar sem Blöndulína 3 mun liggja í að minnsta kosti 3 km fjarlægð frá umræddu tengiviki og tengist Skagafirði því ekki. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr umhverfismati línunnar. Það er einnig rangt að halda því fram að sveitarfélagi beri að greiða umframkostnað ef það setur þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð. Hvaðan kemur þessi fróðleikur?
Meira

Rumba í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 2. maí 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn ellefu talsins. Fundinum lauk kl. 14:25. Farið var yfir spágildi veðurspár fyrir aprílmánuð og voru fundarmenn sammála um að þar hefði vel tekist til.
Meira