Leggst sauðfjárslátrun af á Hvammstanga og Blönduósi?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2024
kl. 12.53
RÚV sagði frá því í vikunni að Kaupfélag Skagfirðinga hafi llagt til við stjórn Sláturhúss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga að slátrun verði hætt í sláturhúsinu. Þetta staðfestir Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga í samtali við RÚV. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helmingshlut í sláturhúsinu á móti KS og þarf því að samþykkja breytingarnar.
Meira