Skagafjörður

Met þátttaka í Gamlárshlaupinu á Króknum

Á gamlársdag stóð hlaupahópurinn 550 Rammvilltar fyrir Gamlárshlaupinu sem haldið hefur verið á Króknum, þennan síðasta dag ársins, til fjölda ára. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum og þrátt fyrir 17 gráðu frostið voru hvorki meira né minna en 405 manns sem mættu til leiks þennan fallega gamlársmorgun.
Meira

Snjómokstur í dreifbýli

Á vef Skagafjarðar kemur fram að ný símanúmer til að óska eftir snjómokstri í dreifbýli tóku gildi um áramót.
Meira

Svangi Mexíkaninn og mangóterta | Feykir mælir með.....

Við kíktum aðeins á matarbloggið hjá Albert eldar og fundum tvær girnilegar uppskriftir til að deila með ykkur ágætu lesendur. Að þessu sinni varð fyrir valinu heitur réttur sem nefnist Svangi Mexíkaninn og væri tilvalið að prufa yfir hátíðarnar sem fram undan eru og svo fylgir með létt og frískandi uppskrift að mangótertu sem þarf ekki að baka og því mjög auðveld í framkvæmd.
Meira

Fjögur stig á Krókinn eftir helgina

Það var nóg um að vera þessa fyrstu helgi ársins í körfuboltanum hjá Tindastól en það var Meistaraflokkur karla sem byrjaði gleðina og átti leik á Meistaravöllum föstudaginn 3. janúar á móti Tóta Túrbó og liðsfélunum hans í KR. Leikurinn byrjaði ekki sannfærandi hjá Stólunum og var hugurinn kominn á þá leið að KR-ingar væru að fara að hirða þessi tvö stig af okkur eins og í 1. umferðinni.
Meira

Þrettándinn er í dag :: Ráðlagt að hlusta ekki á tal kúa

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla. Í bók Árna Björnssonar Saga daganna, kemur fram að dagurinn var áður talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. „En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana.
Meira

Kjúklingur með bláberjasósu og þristarúlluterta | Feykir mælir með....

Að þessu sinni ætlar Feykir að mæla með kjúklingi í potti með bláberjabombu og þristarúllutertu. Þessar uppskriftir og myndir koma frá matarbloggsíðunni www.hanna.is.
Meira

Rjómi heldur að hann ráði öllu | Ég og gæludýrið mitt

Rjómi er nú ekki algengt nafn á dýri en það er einn kisi í Iðutúninu á Króknum sem ber þetta nafn enda liturinn á kettinum eins og á rjóma. Birta Karen, tíu ára snót, er eigandi Rjóma en hún er dóttir Brynju Vilhjálmsdóttur og Péturs Arnar Jóhannssonar. Rjómi er fimm ára og er blanda af norskum skógarketti en þeir eru með mikinn feld og síðan og þurfa þar af leiðandi mikla feldhirðu.
Meira

Gillon með ný lög á nýju ári

Út er komin rafræna smáskífan Rauða hjartað með Gillon. Hún inniheldur aukalagið Gyðjan brosir (2025) og er það endurgerð af áðurútgefnu lagi með Gillon, en ljóðið er eftir Geirlaug Magnússon og fengið úr bókinni N er aðeins bókstafur (2003).
Meira

Kjúklingapottréttur og bananaterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 35 árið 2023 var Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir en hún er fædd og uppalin í Tunguhlíð í Lýtingsstaðahreppi og hefur alltaf átt heima í Skagafirðinum fyrir utan eitt ár er hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Guðbjörg vinnur sem sérkennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og á tvö börn, Hrafnhildi Ósk, fædd 2004, og Sæmund Inga sem er fæddur 2011. „Stundum finnst mér mjög gaman að elda og sæki frekar í eitthvað einfalt og þægilegt en alltaf finnst mér jafn leiðinlegt að ganga frá eftir matinn,“ segir Guðbjörg.
Meira

Kappi sem kann að opna hurðir | Ég og gæludýrið mitt

Kappa þekkja allir krakkar úr teiknimyndaseríunum um Hvolpasveitina frægu en hann Kappi sem Sigurjón Elís Gestsson á er blanda af Border collie og íslenskum fjárhundi. Sigurjón kallar Kappa stundum Kappaksturs Kappa eða Lilli húndúr. Þeir búa á Skagfirðingabrautinni á Króknum ásamt foreldrum Sigurjóns, Ernu Nielsen og Gesti Sigurjóns, og þrem systrum Sigurjóns þeim Eydísi Önnu, Brynju og Freyju. Sigurjón á einnig systur og bróður sem búa í Bandaríkjunum. Feyki langaði aðeins að forvitnast um þá vini Sigurjón og Kappa.
Meira