Afnám tollfrelsis minni skemmtiferðaskipa þegar farið að hafa neikvæð áhrif
feykir.is
Skagafjörður
19.09.2024
kl. 13.30
„Höfnin hérna er búin að vera að byggja upp komur skemmtiferðaskipa til Skagafjarðar og á næsta ári var þegar búið að bóka tíu komur á Sauðárkrók og fimm á Hofsós,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann hefði áhyggjur af afleiðingum þess að um áramótin er stefnt að því að tollfrelsi minni skemmtiferðaskipa verði afnumið. Dagur sagðist hafa miklar áhyggjur af þessu og nú þegar hafi eitt skip afboðað komu sína vegna þessa.
Meira