Skagafjörður

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2024 í Húnaþingi vestra

Umhverfisstofnun sendi miðjan júlí inn veiðistjórnunartillögur fyrir rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Samkvæmt þeim skulu veiðidagar vera heilir og veiði hefjast fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Veiði er heimil frá og með föstudegi til og með þriðjudags innan tímabilsins. Því er óleyfilegt að veiða rjúpu miðvikudaga og fimmtudaga. Í nýja veiðistjórnunarkerfinu er landinu skipt upp í svæðin sex sem talin eru upp á meðfylgjandi mynd hér í fréttinni og er veiðitímabil hvers svæðis ekki háð öðrum svæðum heldur stjórnast af ástandi stofnsins innan svæðisins segir á vef Umhverfisstofnunar. Á Norðurlandi vestra eru 20 veiðidagar og má veiða frá 25. október til og með 19. nóvember. Þá er veiðimenn minntir á að ennþá er sölubann á rjúpu.
Meira

Fornverkaskólinn fékk góða heimsókn

Dagana 17.-18. september fékk Fornverkaskólinn nemendahóp af arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í heimsókn. Hópurinn kom í Skagafjörð m.a. til að kynnast torfarfinum á Íslandi en eins og margir vita er af nógu að taka í þeim efnum í firðinum. Dagskráin hófst með kynningu á Víðimýrarkirkju. Þá var farið á skrifstofuna í Glaumbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á torfi, mismunandi hleðslugerðum og verkfærum svo fátt eitt sé nefnt, og loks var gengið um sýningarnar á safnsvæðinu.
Meira

Nóg um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Fyrsta mót Kaffi Króks mótaraðarinnar fór fram þriðjudagskvöldið 24. sept. og tóku fimmtán manns þátt að þessu sinni. Stemningin var góð og keppt var í þremur riðlum. Að þeim loknum var leikið til úrslita í hverjum riðli fyrir sig og enduðu leikar þannig að í C-riðli var Heiðar Örn sigurvegari. Í B-riðli sigraði Alexander Franz og í A-riðli var það svo Jón Oddur sem stóð uppi sem sigurvegari, glæsilega gert hjá þeim.
Meira

Hvað segir það um málstaðinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég á enn eftir að hitta þann aðila í viðskiptalífinu sem vildi frekar 29 tvíhliða viðskiptasamninga í stað eins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins fyrr á árinu þar sem hún beindi spjótum sínum að þeim sem bent hafa á mikla og vaxandi ókosti aðildar Íslands að samningnum. Hins vegar er vandséð hvað ráðherrann átti við enda virtist hann hafa verið að halda því fram að heyrði EES-samningurinn sögunni til þýddi það meðal annars endalok Evrópusambandsins.
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 25. september, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Dregið var í VÍS bikarnum í dag

Dregið var í 32 liða úrslit VÍS bikars karla í Laugardalnum í hádeginu í dag og fá Stólarnir að rúlla upp á Akranes þar sem þeir spila við 1. deildarlið ÍA. Leikið verður dagana 20.-21. október en VÍS bikarúrslitin, ef við náum svo langt, verða leikin dagana 18.-23. mars 2025 í Smáranum, þar sem konurnar leika undanúrslit þann 18. mars, karlarnir 19. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 22. mars. Þá verður dregið í 16 liða úrslit kl. 12:15 miðvikudaginn 23. október á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Endaði í 10. sæti af rúmlega 250 keppendum

Um sl. helgi fór fram Bakgarðshlaupið í Heiðmörk í fínasta veðri og hófst á slaginu níu á laugardagsmorgninum. Af þeim rúmlega 250 sem tóku þátt var dugnaðarforkurinn, hlaupadrottningin og Króksarinn Þuríður Elín Þórarinsdóttir á meðal keppenda en hún gerði sér lítið fyrir og endaði í 10. sæti. Þá er gaman að nefna að af öllu því kvenfólki sem tók þátt var hún í 4. sæti, magnaður árangur hjá henni. Þetta er í annað sinn sem Þuríður Elín tekur þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk en hún hefur einnig tekið þátt í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð.
Meira

Miðasala á Jólin heima er hafin

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima er hafin, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 14. desember og hefjast kl. 21. Miðasalan fer fram á vefsíðunni Feykir.is, hlekkur á fréttasíðunni vísar í miðasölu.
Meira

Vígalegasta helgi ársins í Skagafirði framundan | Samantekt á dagskrá helgarinnar

Í nýjasta tölublaði Feykis var spurning vikunnar Laufskálarétt er… svörin voru sönn að mati blaðamanns, „skemmtilegasta helgi ársins,“ „hámenningarviðburður sem á sér fáa líka í íslenzku nútímasamfélagi,“ „vígalegasta helgi ársins í Skagafirði sem einkennist af stemmingu, gleði og hrossum. Það er nefnilega svo að ein stærsta ferðamannahelgi ársins í Skagafirði er framundan.
Meira

Bana­slys við Fossá - norðan við Skagaströnd

Alvarlegt umferðaslys varð á Skagavegi, norðan við Skagaströnd við Fossá á þriðja tímanum í gær þriðjudaginn 24. sept. Bifreið lenti utan vegar og ofan í ánni. Ökumaður bifreiðarinnar lést en farþegi hennar var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar.
Meira