Skagafjörður

Gígja, Brynjar Morgan og Sísi fóru á kostum

Golfarar hjá Golfklúbbi Skagafjarðar stunda sveifluna af kappi þessa dagana. Í gær fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki annað mótið í Esju mótaröðinni og þar voru það þrír ungir golfarar sem slógu heldur betur í gegn.
Meira

Vill að tjónþolar fái afurðatjón í kjölfar sumarhretsins bætt

Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Matvælaráðuneytið skipaði viðbragðshóp meðan á veðrinu stóð og skorar Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar á viðbragðshópinn að ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu fái tjónþolar afurðatjón sitt bætt.
Meira

„Gull af mönnum er lag sem kemur öllum í gang“ | ALEX BJARTUR

Það er óhætt að fullyrða að loks þegar Litla hryllingsbúð Leikfélags Sauðárkróks var opnuð þá hafi Skagfirðingar og nærsveitungar átt bágt með að halda sig fjarri. Þeir voru margir flottir söngvararnir sem hófu upp raust sína á sviðinu í Bifröst, margir þeirra þekktar stærðir hér heima, en einn söngvarinn/leikarinn kom skemmtilega á óvart. Það var Alex Bjartur Konráðsson (árgangur 2002) sem söng fyrir Blómið. Geggjuð rödd.
Meira

Stólarnir skelltu Sandgerðingum

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Meyr og óendanlega þakklát

Það var meyr og óendanlega þakklát móðir hetjunnar Hrefnu Karenar sem Feykir talaði við eftir söfnunardaginn 14. júní síðastliðinn. Þá buðu Árni og Ragga á Hard Wok á Sauðárkróki fólki að kaupa rafrænan hamborgara og styrkja þannig við hetjuna Hrefnu Karen sem er tæplega tveggja ára og glímir við fjölþættan vanda og mikla fötlun.
Meira

Vel tókst til með Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim fór fram um síðastliðna helgi og gekk vonum framar. Óhætt er að segja að heldur betur hafi ræst úr veðrinu – sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur ekki alveg verið að vinna með íbúum á norðvesturhorni landsins það sem af er sumri.
Meira

Nemendur frá sjö löndum brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 7. júni. Alls brautskráðust 43 nemendur frá skólanum og þeir komu frá sjö þjóðlöndum en auk Íslendinga voru það nemendur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Sviss sem brautskráðust frá Hólum.
Meira

Hrossaeigendur á Sauðárkróki athugið !

Á vef Skagafjarðar segir að þeir sem hafa haft bletti innan bæjarlandsins, til þrifabeitar fyrir hross, eru beðnir að hafa samband við Kára Gunnarsson þjónustufulltrúa landbúnaðarmála, óski þeir eftir að fá sömu skika til þrifabeitar í sumar.
Meira

Búminjasafnið í Lindabæ og Samgöngusafnið í Stóragerði búin að opna fyrir gesti

Bíla og tækjasöfn Skagafjarðar hafa nú opnað fyrir gesti en Búminjasafnið í Lindabæ opnaði þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 13-17. Samgöngusafn Skagafjarðar opnaði á laugardaginn var og er einnig opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Nýir sýningargripir bætast við söfnin á hverju ári og er einnig hægt að gæða sér á vöfflum og með því á báðum stöðum alla daga. 
Meira