Lið Tindastóls í sjötta sæti eftir fyrri umferð Íslandsmótsins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.06.2024
kl. 12.56
Það var mikilvægur leikur í botnbaráttu Bestu deildar kvenna í gær en þá mættust lið Keflavíkur og Tindastóls í sannkölluðum sex-stiga-leik. Pakkinn í kjallara deildarinnar er þéttur og fyrir leik munaði einu stigi á liðunum, Stólastúlkur með sjö stig en heimastúlkur sex. Þegar til kom var lið Tindastóls mun sterkari aðilinn og skapaði sér mýmörg færi og Jordyn nýtti tvö þeirra og drógu Stólastúlkur því þrjú stig með sér heim í heiðardalinn.
Meira