Samstarf Háskólans á Hólum og Náttúruminjasafns Íslands
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.03.2024
kl. 12.01
Á heimasíðu Holar.is segir að Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands hafi undirritað, þann 31. janúar síðastliðinn, rammasamkomulag um samstarf stofnananna um rannsóknir og miðlun á sviði náttúrufræða. Markmið samkomulagsins er að efla samstarf fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum.
Meira