Arctic Coast Open var haldið sl. helgi á skotsvæði Skotfélags Markviss
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.07.2024
kl. 14.23
Á Facebook-síðu Skotfélags Markviss segir að vel heppnuðu Arctic Coast Open mót á skotsvæði Skotfélags Markviss lauk sl. helgi. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi lagt margt jákvætt til málanna þessa helgi, en þrátt fyrir úrhelli og kulda gengu hlutirnir eins og í sögu. Keppendur frá fjórum skotfélögum auk Markviss mættu til keppnis. Skotið var eftir hefðbundnu fyrirkomulagi, skipt var í A og B flokk eftir keppni á laugardeginum (3 umferðir) og svo skotnar tvær síðustu umferðirnar auk úrslita í báðum flokkum á sunnudeginum.
Meira
