Golfklúbbur Skagafjarðar keppir í 3. deildinni að ári
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.07.2024
kl. 08.34
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí. Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári og átti Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Það voru þeir Ingvi Þór Óskarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Tómas Bjarki Guðmundsson, Hlynur Freyr Einarsson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Jóhann Örn Bjarkason og Þórleifur Karlsson sem fóru fyrir hönd GSS, liðsstjóri var Andri Þór Árnason.
Meira
