Kvenfélagið Iðja í Húnaþingi vestra gefur vaxbað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2024
kl. 09.20
Fulltrúar frá Kvenfélaginu Iðju í Húnaþingi vestra komu færandi hendi sl. mánudag í föndurstarf sem sveitarfélagið heldur úti fyrir bæði eldri borgara og öryrkja í Nestúni 4-6 á Hvammstanga á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 15-18. Gjöfin sem Kvenfélagið gaf er vaxbað sem er gjarnan notað fyrir þreyttar og stirðar hendur og hentar því sérstaklega vel fyrir handavinnufólk. Höndunum er dýft í heitt vaxið og það látið vera á höndum í 15-20 mínútur. Þessi paraffin-vaxmeðferð er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húðinni aukinn raka og mýkt.
Meira