Skagafjörður

Helgi stoltur af öllum stelpunum

„Ég veit ekki með lukku en það munaði allavega ótrúlega mjóu í síðustu tveimur leikjum að sigurinn hefði verið okkar,“ sagði Helgi þjálfari Margeirsson þegar Feykir spurði hann hvort það hefði bara verið lukkan sem réð úrslitum í viðureign Tindastóls og Aþenu í gærkvöldi. Aþena hafði betur eftir hnífjafnan leik og tryggði sér því sæti í Subway-deildinni, sigraði einvígi liðanna 3-1.
Meira

Draumur Stólastúlkna varð ekki að veruleika þetta vorið

Draumur Stólastúlkna um sæti í Subway-deildinni í haust rættist ekki þetta vorið en mikið óskaplega voru þessir síðustu þrír leikir gegn liði Aþenu spennandi. Fjórði leikur liðanna fór fram í Síkinu í gærkvöldi og lið Tindastóls varð að næla í sigur til að tryggja sér oddaleik. Leikurinn var hnífjafn – þá erum við að tala um að hann var HNÍFJAFN allan tímann – og staðan til dæmis 72-72 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Eins og í þriðja leiknum reyndist Sianni Martin það sem skildi á milli á lokasekúndunum og lið Aþenu gerði fimm síðustu stig leiksins. Lokatölur 72-77 og Aþena vann þar með einvígið 3-1.
Meira

Leikjum ýmist frestað eða þeir færðir til

Sauðárkróksvöllur er í lamasessi líkt og flestum ætti að vera kunnugt. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli átti að hefja keppni í 4. deild í kvöld og spila heima gegn liði Skallagríms. Leiknum hefur hins vegar verið frestað og færður aftur í júníbyrjun. Þá átti Bestu deildar lið Tindastóls að spila við Fylki á Króknum á morgun, fimmtudag, en sá leikur verður spilaður á Akureyri.
Meira

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir næsti biskup Íslands

Nú liggur það ljóst fyrir hver verður biskup Íslands eftir síðari umferð biskupskosninganna lauk á hádegi í dag 7. maí og hlaut Sr. Guðrún Karls Helgudóttir flest atkvæði 1060 eða 52,19%. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson fékk 954 atkvæði eða 46,97%.
Meira

Katrín heimsækir Norðurland vestra

Fyrstu kappræður þeirra tólf frambjóðenda sem stefna á Bessastaði fóru fram í Sjónvarpinu sl. föstudag og vöktu talsverða athygli og gott áhorf. Nú eru tæpar fjórar vikur til kjördags og því eru forsetaefnin komin á fulla ferð í eltingaleiknum um atkvæði kjósenda. Katrín Jakobsdóttir er mætt til leiks og er á ferð um landið en næstu tvo daga verður hún á Norðurlandi vestra; fundar á Blönduósi og Sauðárkróki miðvikudaginn 8. maí og á Hvammstanga degi síðar.
Meira

Hryllingsbúðin fer alveg að opna

Nú er útlit fyrir að að Litla hryllingsbúðin fari að opna. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 10. maí. Sýningin sem átti að fara fram miðvikudaginn 8. maí fellur hinsvegar niður. 
Meira

Hópslysaæfing við Blönduós á laugardaginn

Nú laugardaginn 11. maí verður haldin stór hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Fram kemur í tilkynningu á FB-síðu LNV að vettvangur æfingarinnar/slyssins verður ofan Blönduóss eða á gatnamótum Ennisbrautar og Neðribyggðarvegar. Af þeim sökum verður Ennisbraut lokuð við Mýrarbraut og Þverárfjallsveg frá kl.11:00 og fram eftir degi.
Meira

Króksbrautin lokuð við Áshildarholt 8. maí

Vegagerðin biðlar til vegfarenda sem eiga leið eftir þjóðvegi 75, Sauðárkróksbraut, að athuga að vegurinn verður lokaður við bæinn Áshildarholt á morgun, miðvikudaginn 8. maí, frá kl. 9:00 og fram eftir degi. 
Meira

Allir í Síkið – styðjum Stólastúlkur alla leið!

Síðasti meistaraflokks-heimaleikur tímabilsins í körfunni verður í kvöld þegar lið Tindastóls og Aþenu mætast í fjórða skipti í einvígi liðanna um sæti í Subway-deild kvenna í haust. Stólastúlkur verða að krækja í sigur í kvöld til að tryggja sér oddaleik í Breiðholtinu nk. laugardag en Aþena leiðir einvígið 2-1. Það er því um að gera fyrir alla stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna í Síkið, búa til geggjaða stemningu og bæta þannig nokkrum hestöflum við þennan kagga sem liðið okkar er.
Meira

Hugvekja í Sauðárkrókskirkju 29. apríl 2024 | Óli Björn Kárason skrifar

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er fastur liður í Sæluviku. Þar er eðlilega mikið sungið og vel vandað til. Þá er jafnan fenginn ræðumaður til að brjóta upp söngskemmtunina og oftar en ekki eru sóttir til verksins brottfluttir Skagfirðingar. Og þá er ekki ólíklegt að rifjaðir séu upp sögur frá eldri tímum. Að þessu sinni var það Óli Björn Kárason, þingmaður og blaðamaður, sem kveikt upp minningabál meðal kirkjugesta.
Meira