Kaupfélag Skagfirðinga og Steinull hf. fengu úthlutað úr flutningsjöfnunarsjóði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.02.2024
kl. 15.53
Í skýrslu sem gefin var út af innviðaráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2023 segir að þetta sé í ellefta skipti sem styrkir af þessu tagi séu veittir. Úthlutað hafi verið 164,4 milljónum kr. af þeim 166,6 m.kr. sem heimild hafi verið fyrir en alls fengu 86 umsækjendur styrk og var heildarfjárhæð samþykktra styrkumsókna 300,9 m.kr. og því útgreiðsluhlutfallið 54,6%.
Meira