Sjötugs afmælis-tónleikaveislan byrjuð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf
13.10.2023
kl. 13.00
Miðgarður í Varmahlíð fylltist af fólki í gærkvöldi þegar afmælis-tónleikaveislan hans Óskars Péturssonar hófst. Í viðtalinu hér fyrir neðan sem tekið var fyrir síðasta tölublað Feykis segir Óskar frá því þegar hann ætlaði að halda uppá þrítugs afmælið sitt í Álftagerði en festist í Bakkaselsbrekkunni og var sá eini sem ekki mætti í afmælið, minnstu mátti muna að sagan endurtæki sig þegar Óskar sat fastur á Öxnadalsheiðinni á leiðinni vestur í gær, ásamt hljómsveit og söngkonu, en hlutirnir hafa tilhneygingu til að reddast þegar Óskar er annars vegar og að sjálfsögðu mættu allir, nema Ívar Helgason sem hafði náð sér í flensu. Mikil stemming og gleði var í Miðgarði í gærkvöldi og tónleikarnir frábærir.
Meira