Góð þátttaka í fyrsta móti Skagfirsku mótaraðarinnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
06.02.2024
kl. 14.48
Fyrsta mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið sl. laugardag í Svaðastaðahöllinni á Króknum. Keppt var í B-flokki og boðið var upp á eftirfarandi flokka: 1.flokk (gæðingaflokkur 1), 2.flokk (gæðingaflokkur 2), 3.flokk, Ungmennaflokk, Unglingaflokki og Barnaflokk. Þátttakan var mjög góð og til gamans má geta að Pollaflokkurinn var á sínum stað þar sem yngstu knaparnir fengu að spreyta sig. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins.
Meira