Skagafjörður

Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Dansmaraþon Árskóla hófst í morgun

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun og lýkur í fyrramálið fimmtudaginn 12. október klukkan 10:00. Þá verða krakkarnir búin að dansa í sólarhring. Logi Vígþórsson, danskennari stjórnar dansinum sem fyrr. Upphaf og lok maraþonsins fara fram í íþróttahúsinu en annars dansa 10.bekkingarnir í matsal skólans.
Meira

Vísindaferð kvikmyndabrautarnemenda FNV í tengslum við RIFF

Hópur kvikmyndagerðarnema á kvikmyndabraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) fór í síðustu viku í árlega vísindaferð til Reykjavíkur í tengslum við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (Reykjavík International Film Festival, RIFF). Lagt var af stað á fimmtudagsmorgni og komið heim á laugardagskvöldi.
Meira

Refir leggjast á fé

Tveir refir lögðust á afvelta lamb í Flatatungu á Kjálka í hríðarveðrinu á þriðjudag. Þegar fjárins var vitjað á túnum um morguninn, höfðu refirnir rifið lambið á hol og voru að gera sér gott af því.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 20. október

Á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) segir að Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur fallist á tillögu Umhverfis-stofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2023. Umhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir: Frá og með 20. október og til og með 21. nóvember frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Meira

Yfir og allt um kring

Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.
Meira

Hrútur frá Sveinsstöðum hlutskarpastur

Fjárrækarfélag Sveinsstaðahrepps hélt vel heppnaða hrútasýningu fimmtudaginn 5. október síðast-liðinn í hesthúsinu að Hvammi II, þar sem Haukur og hans fólk tóku vel á móti fólki. Góð stemming og fjölmenni kom til að fylgjast með. Alls voru hrútar frá níu bæjum sem tóku þátt.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni

Notaleg kvöldstund verður á Aðalgötunni á Sauðárkróki þann 11. október frá kl 20:00 til 22:00. Þema kvöldsins er röndótt/rendur og væri gaman að sjá skemmtilegar og mismunandi útfærslur af því hjá fyrirtækjum og öllum sem kíkja til okkar. Happdrætti, sem dregið verður úr eftir kl.22 og allir viðskiptavinir geta tekið þátt með því að skrifa nafn og síma á kvittun og sett í púkk. Hægt er að taka þátt eins oft og maður vill í öllum fyrirtækjunum sem verða með opið á kvöldopnuninni, veglegir vinningar.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2023/2024

Á heimasíðu Húnaþings vestra auglýsir sveitarfélagið eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref á sex svæðum. Um er að ræða Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði.
Meira

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira