feykir.is
		
				Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf, Lokað efni	
		
					04.04.2024			
	
		kl. 15.18	
			
			oli@feykir.is
		
	
	 		Skagfirðingar stimpla sig rækilega inn í menningarlíf Reykvíkinga þessa komandi helgi. Geirmundur Valtýsson heldur upp á 80 ára afmælið með tvennum tónleikum í Hörpu á laugardag en kvöldið áður verða félagarnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, Úlfur Úlfur, með útgáfutónleika í Gamla bíói en það er víst löngu uppselt á þá. Fyrsta viðtalið við þá félaga var í Feyki 25. ágúst 2011 og það ár kom út platan Föstudagurinn langi sem innihélt smelli á borð við Ég er farinn og Á meðan ég er ungur. Þeir slógu síðan algjörlega í gegn með plötunni Tvær plánetur þar sem mátti finna Brennum allt og 100.000. Restin er saga. Feykir sendi nokkrar spurningar á Helga Sæmund í tilefni af tónleikunum nú rétt fyrir páska.
Meira